Svíþjóð,
Sweden: Flag

SAMALAND . . Meira

SVÍÞJÓÐ
.

.

Utanríkisrnt.

Konungsríkið Svíþjóð á Skandinavíuskaganum á landamæri að Noregi í vestri og norðri og Finnlandi í norðaustri.  Annars liggur landið að Botníuflóa, Eystrasalti, Eyrarsundi,Skagerak og Kattegat.  Landið er u.þ.b. 1600 km langt frá norðri til suðurs og 500 km breitt.  Nafn landsins er dregið af nafni þjóðflokksins Svear eða Suiones, sem Tacitus minntis á árið 98.  Gamla nafnið var Svithiod.  Stokkhólmur hefur verið höfuðborg þess frá 1523. Landinu hallar niður á við frá fjallgarðinum, sem skiluð það og Noreg að, í áttina að Eystrasalti.

Jarðfræðilega er það meðal elztu og stöðugustu hluta jarðskorpunnar.  Strandlengjan er u.þ.b. 2150 km löng og meðfram henni eru þúsundir eyja og skerja.  Loftslagið er hagstætt miðað við norðlæga legu landsins, einkum vegna hægra suðvestanvinda og áhrifa hlýrra strauma í Atlantshafinu, sem er alls ekki svo langt í burtu.
Svíar eiga sér 1000 ára sögu sem sjálfstætt ríki, þrátt fyrir mismunandi stærð landsins í gegnum tíðina, eða allt til 1809.  Þingbundin konungsstjórn var innleidd árið 1917. Sænska þjóðin er tiltölulega einsleit, bæði mannfræðilega og trúarlega, þótt talsverðs straums innflytjenda hafi gætt síðustu áratugi.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM