Västerås Svíþjóð,
Sweden: Flag


VÄSTERÅS
SVÍÞJÓÐ

.

.

Utanríkisrnt.

 

Västerås er höfuðborg lénsins Västmanland vestan Stokkhólms við mynni Svartár við Mälervatn í miðausturhlutanum.  Þar er stærsta innhöfn landsins og miðstöð rafiðnaðar.  Borgin hét áður Árós og síðar Vestri –Árós og var þá markaðsborg og biskupsetur í upphafi miðalda.  Á miðöldum var hún líka mikilvægur útflutningsstaður fyrir járn og kopar frá Bergslagennámusvæðinu.

Þjóðþing voru haldin þar nokkrum sinnum, þ.m.t. siðbótarþingið 1527 og 1544, þegar Vasaættinni var tryggð erfðafesta konungsdæmisins.  Í gotnesku dómkirkjunni liggja jarðneskar leifar Eiríks XIV.  Kastali frá 12. öld stendur við Svartá.  Þar er nú safn.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1992 var 120 þúsund.

Västerås er vinabær Akureyrar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM