Aberdeen Skotland England,
[Flag of the United Kingdom]

Skođunarvert

ABERDEEN
SKOTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Aberdeen er ađalviđskipta- og fiskihöfn í Norđur-Skotlandi.  Hún er í Grampianhérađi á strönd Norđursjávar milli ánna Don og Dee.  Milli árósa ţeirra eru 3 km.

Aberdeen er kölluđ Granítborgin vegna ţess ađ flestar hús hennar eru úr dauflituđu graníti, sem er flutt frá námum skammt frá borginni.  Ferhyrndar og traustlegar byggingar Union Street eru flestar frá 19. öld og líklega er Marischalskólinn stćrsta graníthús heims (1844).  Mjóar og hlykkjóttar götur gamla borgarhlutans eru norđan Union Street.  Ţar eru mörg hús frá 16. öld og nokkur miklu eldri, s.s. St. Macharkirkjan frá 15. öld og King’s College (stofnađur 1494), sem síđar sameinađist Marischalskólanum í tengslum viđ stofnun háskólans.

Allt frá ţví ađ Norđursjávarolían uppgötvađist hefur Aberdeen veriđ miđstöđ olíuiđnađarins og ađalbirgđastöđ fyrir olíuborpallana.  Efnahagur borgarinnar hefur blómstađ og ţess sjást mörg merki.  Heildartekjur hafnarinnar fimmtánfölduđust á „gullgrafaraárunum” og hún hefur veriđ í stöđugri uppbyggingu og endurnýjun.

Auk fiskveiđa má nefna efnaiđnađ, áburđarverskmiđju, pappírsframleiđslu, litun, vélaframleiđslu, skipasmíđar, granítvinnslu og fiskvinnslu.

Elzta leyfisbréf borgarinnar er frá 1179.  Samkvćmt konunglegum leyfisbréfum 1489 og 1498 varđ Aberdeen ađ sjálfstćđu bćjarfélagi undir stjórn kirkjunnar.  Áriđ 1891 var núgildandi leyfi gefiđ út fyrir borgina.

Sagan.  Hćgt er ađ rekja uppruna hinnar keltnesku kapellu heilags Machar (lézt líklega 594) til 6. aldar.  Dómkirkjan, sem byggđ var á grunni hennar, var vígđ 1136 en elztu munir kirkjunnar eru frá 14. öld.  Bygging hinnar frćgu, gotnesku brúar yfir Don, Brig o’ Balgownie, hófst 1285 og lauk 1320.  Skjöl borgarinnar hafa veriđ varđveitt nćstum óslitiđ frá 1398.  Mary, drottning Skota, er sögđ hafa horft á aftöku frćnda sins og ađdáanda, John Gordon, frá íbúđarhúsi Marischal jarls áriđ 1562.  George Keith, fimmti jarlinn af Marischal, stofnađi Marischal-háskólann 1593.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM