Mið Ameríka lönd Mið-Ameríku,

youthhostels-hn.gif (1418 bytes)
Farfuglaheimili erlendis

  Hvað er klukkan? Leit í Britannica .

MIÐ-AMERÍKA


.

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.


Tollfríðindi ferðamanna

Mið-Ameríka er syðsti hluti norðurameríska meginlandsins á milli Mexíkó og Suður-Ameríku.  Sumir fræðimenn leggja mörkin norðar, t.d. um Tehuantepeceiðið í Mexíkó.  Innan þessa svæðis eru löndin Belize, Gvatemala, El Salvador, Hondúras, Níkaragva, Kostaríka og Panama, sem reyndar var talið til Suður-Ameríku, þar til þessi skipting var ákveðin á ráðstefnu um málið.

Mið-Ameríka nær yfir mestan hluta mjókkandi eiðis, sem skilur að Karíbahaf og Kyrrahaf.  Eiðið er mjóst um Darién í Panama, aðeins 50 km, og hvergi er lengra en 200 km til sjávar fráöðrum stöðum í þessum heimshluta.  Ímyndaður bogi milli landamæra Mexíkó og Kólumbíu er u.þ.b. 1880 km langur og heildarflatarmál allra sjö landanna þar er u.þ.b. 523.865 km², sem er u.þ.b. helmingur flatarmáls Kólumbíu og fjórðungur flatarmáls Mexíkó. Þau lenda innan marka, sem dregin eru milli Hondurasflóa í Karíbahafi til Fonsecaflóa við Kyrrahaf og norður að Nicoyaflóa í Kostaríka.

Mannfræðingar nota oft orðið Mesoameríka til að túlka forkólumbísk menningarsvæði indíána. 

Í kenningum menningarlandfræðinga nær Mið-Ameríka yfir Mexíkó og Karíbaeyjar.  Strandsvæðin eru utan Mesoameríku, því að þar hafa innfæddir stöðugt blandast aðkomufólki frá Evrópu, Afríku og síðast frá BNA.  Inni í landi búa ættflokkar indíána, sem hafa ekki orðið fyrir eins miklum áhrifum og áreiti á spænskum nýlendutímum.

Landslagsmyndir Mið-Ameríku eru marg- og fjölbreyttar.  Mörg svæði eru rækilega einangruð hvert frá öðru landfræðilega.  Hásléttur taka við af láglendi og brattar hlíðar hærri fjalla rísa upp af sléttunum.  Hitabeltisloftslagið er breytilegt eftir hæð yfir sjó og lungi íbúanna hefur kosið að búa á beltinu milli 900 og 2400 m yfir sjó, þar sem er svalara og minni hætta á sjúkdómum, sem fylgja láglendinu, s.s. fenjasvæðum.  Austurhluti Mið-Ameríkusvæðisins er vaxinn regnskógi, þar sem fátt er um íbúa.  Á vestanverðu svæðinu er íbúafjöldinn víða orðinn allt of mikill og ekki stendur eftir strá af upprunalegum gróðri.

Skammvinnt stjórnmálasamband Mið-Ameríkunýlendnanna eftir að þær fengu sjálfstæði frá Spáni entist ekki nema í tvo áratugi.  Þá var hafizt handa um ríkjastofnun og skipulagningu landamæra milli núverandi ríkja.  Þessar þjóðir bundust síðan sterkari böndum við viðskiptalönd sín en innbyrðis, einkum við BNA.   Tilraunir til að byggja upp sjálfstæð efnahagskerfi í löndum Mið-Ameríku fóru út um þúfur á sjöunda og áttunda áratugnum vegna fjármálakreppu.  Eftirköstin voru óeirðir og stjórnmálalegur ágreiningur vegna spillingar og lakra kjara hinna fátæku, sem voru og eru langstærsti hluti þessara þjóða.

.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM