Oregon Bandaríkin,
Flag of United States

EUGENE PORTLAND SALEM LÆGÐIN MIKLA
Meira

OREGON (OR)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Oregon er  eitt Kyrrahafsfylkjanna.  Norðan þess er Washington, Idaho fyrir austan, Nevada og Kalifornía fyrir sunnan og Kyrrahafið fyrir vestan.  Columbia-fljótið myndar mestan hluta landamæranna í norðri.

Flatarmálið er 251.074 km² (10. stærsta fylki BNA).  Hæsti tindur þess er Mount Hood, 3424 m.  Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 2,7 milljónir (1% negrar).

Oregon varð 33. fylki BNA 14. febrúar 1859.  Landslag þess er mjög fjölbreytilegt og fagurt.  Landbúnaður er hefðbundin atvinnugrein og einnig nýting hinna miklu skóga.  Þegar nær dró aldamótunum 2000 voru iðnaður og þjónusta orðnar gildar atvinnugreinar.  Nafn fylkisins gæti verið dregið af franska framburðinum á hurricane (ouragan) en það Columbia-fljótið gekk undir því nafni fyrrum.  Oregon er einnig kallað Bifrafylkið.  Aðalborgir þess eru Sale
m (höfuðborgin), Portland, Eugene, Gresham, Beaverton, og Medford.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM