Kanada meira,
Flag of Canada

ÍBÚARNIR NÁTTÚRAN SAMGÖNGUR STJÓRNSÝSLA

KANADA
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Flest landbúnaðarsvæði landsins og þéttbýli eru á tiltölulega mjóu belti norðan landamæranna að BNA.  Stærstu borgirnar eru álíka þéttbýlar og sambærilegar borgir í BNA og Evrópu og rúmlega þrír fjórðungar íbúanna búa í þéttbýli.

Vegna nálægðar gætir talsverðra áhrifa frá BNA og ferðamenn verða þeirra varir, þegar þeir koma yfir landamærin.  Landslagið, byggingar, bændabýli og klæðnaður fólksins er nokkurn veginn eins. Matarræði og vöruúrval í verzlunum er svipað, en margt er líka ólíkt.  Stjórnsýsla og stjórnmál og réttarkerfið eru verulega frábrugðin og Meira byggð á brezkum hefðum.  Menntakerfið er blanda hins brezka og bandaríska, þótt Quebec og fleiri staðir séu meira undir frönskum áhrifum og tali frönsku sem fyrsta tungumál.  Þessara frönsku áhrifa gætir líka í byggingarstíl og víðast um landið eru skilti bæði á ensku og frönsku, skólar kenna bæði málin og útvarpað er á þeim báðum.  Aukið aðstreymi fólks frá öðrum Evrópulöndum, Suðaustur-Asíu og Latnesku-Ameríku gerir menninguna fjölbreyttari.  Menning indíána og inúíta markar líka sín spor í fjölbreytt mannlífið

Nafn landsins er stafsett á sama hátt á báðum tungumálunum.  Það er dregið af Huron-Iroquois kanata, sem þýðir byggð eða þorp.  Landkönnuðurinn Jacques Cartier notaði nafnið Canada um svæðið kringum núverandi Quebec-borg.  Síðar var nafnið notað um Nýja-Frakkland, sem náði yfir allt franskt landnám meðfram St. Lawrenceánni og við Vötnin miklu.  Bretar náðu þessum svæðum undir sig og kölluðu þau Quebec en Kanada eftir 1791, þegar þeir skiptu þeim í Efra- og Neðra-Kanada.  Árið 1867 urðu sjálfstjórnarlýðveldin í Kanada til við setningu brezku laganna um Norður-Ameríku.

Kanada hefur löngum verið mikilvægur hlekkur í brezka samveldinu og verið framarlega í flokki stofnana frönskumælandi landa.  Landið var meðal stofnenda Sameinuðu þjóðanna og átt fulltrúa í fjölda ráða þeirra og í öðrum alþjóðastofnunum.  Kanada gerðist aðili að Samtökum Ameríkuríkja árið 1989 (OAS).

.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM