Ontario Kanada,
Flag of Canada

ONTARÍÓVATN

OTTAWA TORONTO SAULT SAINTE MARIE TIMMINS

ONTARIO
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ontaríó er næststærsta fylki Kanada.  Norðurmörk þess eru milli Hudsonflóa og Jamesflóa og St. Lawrencefljótið og Vötnin miklu í suðri.  Að austan liggur það að Quebecfylki og vestur að Manitoba.  Flatarmál þess er 1.068.580 km².  Ontaríó er fjölmennasta fylkið, en þar býr rúmlega þriðjungur Kanadamanna.

Velmegun er mest í Ontaríó, þar er iðnþróun er lengra á veg komin en í öðrum fylkjum eða héruðum og auðlindir eru margar.  Fylkið hefur mest áhrif á stöðu efnahags- og stjórnmála í landinu öllu.  Sumir íbúanna kalla fylkið sitt „Keisaradæmið”, því að stundum gremst öðrum íbúum landsins, hve mikil áhrif það, ásamt höfuðborginni Ottawa og fylkishöfuðborginni Toronto, hefur á gang landsmála.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM