Peking Beijing Kína,
Flag of China

SKOÐUNARVERT NÁGR. BEIJING FJÆR BEIJING .

PEKING - BEIJING
KÍNA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Peking (Beijing á Pinyin) er höfuðborg Kínverska alþýðulýðveldisins og líka kölluð norðurhöfuðborgin.  Íbúafjöldi í sjálfri borginni er 9 milljónir er 11 milljónir á öllu borgarsvæðinu.  Hún er ein þriggja stjórnsetra landsins (Shanghai og Tientsin).  Borgin er í norðvesturhluta norðurkínverska láglend-isins.  Peking er pólitísk-, viðskipta-og menningarmiðstöð landsins.  Þar bjó fólk þegar fyrir 500.000 árum eins og fornminjafundir við Zhoukoudian hafa staðfest (leifar Pekingmannsins).  Á dögum Chou-ættarinnar var þarna byggð, sem varð fyrst höfuðborg landsins eftir 1260 e.Kr., þegar mongólska Yüanættin var við völd.  Þá hét hún Da Du (Stóra borgin) og Marco Polo lýsti fegurð hennar fjálgum orðum.  Í upphafi 15 aldar flutti Ming-ættin setur sitt frá Nanking til Peking og gerði hana á ný að höfuðborg.  Hinn gamli hluti borgarinnar hefur staðið að mestu óbreyttur allt tímabil Qing-ættarinnar fram á okkar daga, þótt borgarmúrar og hlið séu að langmestu horfin vegna nútíma-framkvæmda.

Stofnun borgarinnar nær allt aftur til daga Kublai Khan. Borgarhlutarnir eru tveit, hinn nyrðri ferhyrningslaga og hinn syðri ferningur, og eru aðskildir með múr.  Saman voru þeir víggirtir 22 km löngum og allt að 12 m háum borgarmúr og virkisgröf.  Á tímum Qingættarinnar hét norðurhlutinn, sem var stjórnsetur mandsjúra, 'Innri borgin' eða 'Tataraborgin' og syðri hlutinn hét Ytri borgin eða Kínverjaborgin.  Inni í Innri borginni var Keisaraborgin og innan hennar var Forboðna borgin, hin eiginlega keisarahöll.

Forboðna borgin er ekki lengur lokuð almenningi.  Það er búið að breyta henni í stórkostlegt safn. Þrátt fyrir eyðilegginguna, sem rauðu varðliðarnir ollu í lok sjöunda áratugarins, eru glæsilegar minjar um fortíðina varðveittar víðar í borginni. Fallegu íbúðarhúsin með inngörðum við gömlu Hutongs (trjágöngin) eins og göturnar voru nefndar eru því miður flest horfin og eru mikill missir fyrir eldri kínverja.  Beijing nútímans nær marga ferkílómetra út fyrir gömlu borgarmörkin.  Borgin er rykug og grá en hinn mikli trágróður og litríkir áróðursborðar og skilti lífga hana svolítið upp.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM