sameinuðu arabísku furstadæmin saf,
SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN

Map of United Arab Emirates

Sameinuðu arabísku furstadæmin,,
Flag of United Arab Emirates

KHAWR FAKKAN
MUSANDAM-SKAGI
ÓMANFLÓI

Booking.com

ABU DHABI
Al FUJAYRAH
AJMAN
ASH-SHARIQAH
DUBAYY
Ra’s al-KHAYMAH
UMM al-QAYWAYN
Meira

.

Utanríkisrnt.

Ferðir Jóhönnu Kristjónsdóttur um islamska heiminn.

S.a.f. eru samband sjö smáfurstadæma með ströndum Arabíuskaga við austanverðan Persaflóa.  Fyrrum hétu þau „Trucial States” og áætlað heildarflatarmál þeirra er 83.660 km².  Norðvestan þeirra er Qatar, Sádi-Arabía í vestri og suðri og Óman í norðaustri og norðri.  Furstadæmið Abu Dhabi við Persaflóa nær yfir u.þ.b. 90% af heildarflatarmálinu.  Hin sex er á Musandamskaganum, sem skilur Persaflóa frá Ómanflóa.  Þau eru Dubai, Ajman, Ash-Shariqah, Umm al-Qaywayn og Ra’s al-Khaymah Persaflóamegin og Al-Fujayrah Ómanflóamegin.  Þegar furstadæmin sameinuðust árið 1971, var Abu Dhabi valin höfuðborg þeirra. Landið er að langmestu eyðimörk með saltsvæðum með ströndum fram við Abu Dhabi-borg og allra vestast, s.s. Matti saltsvæðið, sem teygist til suðurs, inn í Sádi-Arabíu.  Einhverjar stærstu sandöldur heims eru austan ‘Aradah í Al-Liwa’ vininni.  Stærsta vinin er Al-‘Avn (160 km austan Abu Dhabi-borgar). Al-Hajar-fjöllin, sem teygjast meðfram austurjaðri Musandamskagans, skera sig úr allri flatneskjunni í landinu.  Hæsti tindur þeirra nær 2000 m hæð yfir sjó.  Fyrir Persaflóaströndinni er mikið um grynningar og smáeyjar, sem veita minni fleytum skjól.  Hafskipahafinir eru í Rashid í Dubai og Jabal ‘Ali (risahöfn).  Einnig eru góðar hafnir í Abu Dhabi, Ash-Shariqah og Ra’s al-Khaymah.  Ströndin við Ómanflóa er vogskornari og þar eru þrjár náttúruhafnir, Diba al-Hisn, Khawr Fakkan og Kalba.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM