| 
           
                    
                    Landslagið er prýtt
        fjallgörðum og hásléttum með forkambrískum berggrunni, sem myndar
        eystri jaðar Sigdalsins mikla.  Fjöllin
        rísa hæst í Heha-fjalli (2760m), sem er hæsta fjall landsins.  Mjór Imbo-dalurinn í norðvesturhlutanum teygist til suðurs
        frá Súanda að Tanganyika-vatni og um hann rennur Rusizi-áin á
        landamærunum að Kongó.  Sunnar
        og vestar, meðfram strandlengju Tanganyika-vatns hækkar landið bratt
        upp í 2600 m og myndar vatnaskilin að Níl. 
        Austan skilanna hallar hásléttunum smám saman til suðausturs
        niður í 1500-2000 m.  Ruvyironza-áin
        sker þær til norðausturs.  Nokkrir
        dalir og grunn stöðuvötn liggja að landamærunum að Rúanda.  |