Bandaríki norður Ameríku meira,
Flag of United States

AÐALSÍÐA BNA SAGAN
TUNGUMÁLIÐ
HAGTÖLUR  HEILBRIGÐISMÁLA HAGTÖLUR AFBROTAMÁLA

BANDARÍKI NORÐUR AMERÍKU
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Landfræðileg skipting landsins:  Appalachiafjöll, Kordillefjöll, Miðláglendið og strandláglendið við Atlantshaf og Mexíkóflóa.

Norðausturhlutinn með Nýja-Englandi:  Upprunalega bændasamfélag.  Núna þéttbyggðasti hluti landsins með mestu iðnaðarhéruðunum.

Miðhlutinn:  Kjarni BNA með Chicago í miðju.  Mikill landbúnaður (maís- og sojabeltið) og mikill iðnaður (iðnaðarbeltið).

Suðurhlutinn:  þar studdust baðmullarbændur helzt við þræla (frá Virginíu til Texas).  Sums
staðar eru þar enn þá viðskiptalega vanþróuð svæði, þótt stofnað hafi verið til nýiðnaðar á mikilvægum sviðum. Hæg þróun er m.a. því að kenna, að mikill fjöldi eftirlaunaþega flykkist þangað til að eyða ævikvöldinu í sól og sumaryl.

Vesturhlutinn:  Víðlendasta landbúnaðarsvæði BNA, umkringt þurrum sléttum og Kordillefjöllum og nær alveg að Kyrrahafsströnd.  Strjálbýlt nema í borgum.  Allmikill landbúnaður og námagröftur auk nýiðnaðar.

Jarðefni.  BNA eru enn þá fremst í vinnslu ýmissa jarðefna, þótt gengið hafi á forðann og aðrar þjóðir uppgötvi auðlindir í jörðu.

Jarðolía og gas
finnast í ríkum mæli í BNA, sem standa fremst í vinnslu þessara efna, þótt flytja verði inn u.þ.b. 20% neyzluþarfar.  Mestur hluti olíu- og gaslindanna eru á vesturhluta sléttnanna við Mexíkóflóa og á Miðláglendinu auk mikillar vinnslu í Langadal í Kaliforníu.  Í byrjun 9. áratugarins fundust auðugar lindir fyrir ströndum Kaliforníu.  Geysimiklar lindir eru í Alaska en þaðan er olían leidd í pípum suður á bóginn (Trans Alaska Pipeline) um Kanada til BNA.  Í Alaska munu vera mesti olíuforði landsins.

Kol.  BNA eru líklega kolaauðugasta land jarðar og þar er hægt að vinna kol á ódýrastan hátt úr jörðu.  Kolaæðarnar eru ekki í fellingum, heldur aðgengilegar með því að moka þunn jarðlög ofan af þeim.  Mestu kolanámurnar eru á Appalachesléttunni.  Umhverfis kolaauðugustu svæðin eru mestu stáliðjuverin (Pittsburg og svæðin sunnan Mitchigan-vatns).  Á Miðláglendinu eru líka mestu brúnkolanámurnar, sérstaklega í Norður-Dakota og Wyoming, en eru lítið unnar, þar eð brúnkol eru verri orkugjafi fyrir sama verð og steinkol eða jafnvel dýrari.

Járngrýti var nóg í BNA þar til fór að ganga á Mesabi-Rangenámurnar en þaðan kemur þó enn þá meirihluti þess járngrýtis, sem notað er í landinu.  Mesabifjallgarðurinn er norðan Efrivatna (Lake Superior) og tilheyrir Kanada að mestu leyti.  Kanadamenn eiga mikinn forða og nema járngrýtið á ódýran hátt.  Því er skipað út og flutt yfir Vötnin miklu til BNA.

Koparnámur eru í Montana, Utah og Arisona.

Úraníumnámur
eru í suðurhluta Hólafjalla og í Kordillefjöllum.

Gull er m.a. í Svörtuhæðum (Black Hills).

Blý er m.a. á Ozark-sléttunni.

Brennisteinn er numinn á vesturhluta sléttunnar við Mexíkóflóa í Texas.

Fosfat er numið í Flórída.

Báxít er numið í Arkansas.

Vatnakerfi
Missisippi:  7.500 km.  Fellur í Mexíkóflóa.  Nýlegur skipaskurður um Illinoi-Waterway til Vatnanna miklu.  Fljótið er mikilvæg flutingaleið til suðurhluta landsins.

Rio Grande:  3.034 km.  Fellur í Mexíkóflóa.

Coloradoá:  2.333 km.  Fellur í Kyrrahaf.

Columbiafljót:  1.983 km.  Fellur í Kyrrahaf.

St. Lawrencefljót:  1.287 km.  Fellur í Atlantshaf.  Veitir aðgang að Vötnunum miklu fyrir hafskip.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM