New York fylki Bandaríkin,
Flag of United States

      Meira

NEW YORK (NY)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

New York er eitt Mið-Atlantshafsfylkjanna.  Norðan þess eru Ontaríó- og Quebec-héruð í Kanada, Vermont, Massachusetts og Connecticut í austri, Atlantshafið í suðaustri, New Jersey og Pennsylfanía í suðri og Pennsylvanía og Ontaríóhérað í vestri.  Nokkur landamæranna liggja um stöðuvötn eða ár, s.s. Ontaríóvatn og st Lawrence-áin í norðri, Champlain-vatn og Poultney-árin í norðaustri, árnar Hudson og Delaware í suðaustri og Erie-vatn og Niagara-áin í vestri.

Flatarmálið fylkisins er 128.347 km² og íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 18 milljónir (14% negrar). 

New York varð 11. fylki BNA 26. júlí 1788 (eitt stofnfylkjanna 13) og hefur löngum verið í fararbroddi stjórnmála, menningar og efnahagsmála í BNA,  Þrátt fyrir efnahagskreppuna á áttunda og níunda áratugi 20. aldar, hefur fylkið haldið stöðu sinni í framleiðslugreinum, viðskiptum, útflutningi, samgöngu- og fjármálum.  Fjórir Bandaríkjaforsetar fæddust í New York-fylki:  Martin Van Buren, Millard Fillmore, Theodore Roosevelt og Franklin D. Roosevelt.  Margir aðrir forsetar, s.s. Grover Cleveland og Chester A. Arthur, bjuggu þar mestan hluta ævi sinnar.  Á sjöunda áratugi 17. aldar var fylkið nefnt eftir hertoganum af York, síðar James II, Englandskonungur.  Það er líka kallað “Empire State”.  Helztu borgir þess eru:  Albany (höfuðborgin), New York (stærst í BNA), Buffalo, Rochester, Yonkers og Syracuse.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM