Karíbahaf Trinidad Tobago meira,
Flag of Trinidad and Tobago

Booking.com

TRINIDAD PORT of SPAIN TOBAGO .

TRINIDAD og TOBAGO
NÁTTÚRAN - STJÓRNARHÆTTIR - ÍBÚARNIR - ATVINNULÍFIÐ

Map of Trinidad and Tobago

.

Utanríkisrnt.

Loftslagið.  Eyjarnar eru svo nærri miðbaug (12°-14°N) að mismunur meðalhita er lítill milli árstíða, 24°C - 27°C.  Úrkoman í fjöllunum á austanverðum eyjunum er að meðaltali 3.000 mm á ári en fer niður fyrir 1.400 mm á norðvestur- og suðurhlutunum.  Mest rignir á tímabilinu frá júlí fram í desember.  Vegna suðlægrar legu sinnar sleppa eyjarnar að allramestu við hamfarir fellibyljanna.  Loftrakinn er óþægilegur fyrir Evrópubúa yfir sumarmánuðina.

Stjórnarhættir.  Árið 1889 voru eyjarnar sameinaðar sem ein brezk nýlenda.  Frá árinu 1952 voru þær stjórnmálalega sjálfstæðar.  Síðan 1975 hefur þar verið þingbundin stjórn með forseta og landið verið í brezka samveldinu.  Æðsti maður ríkisins er forsetinn og forsætisráðherra fer í fararbroddi ríkisstjórnar.  Lög-gjafarþingið starfar í tveimur deildum, fullltrúadeild með 36 þingmönnum, sem kosnir eru til 5 ára, og öldungadeild með 31 tilnefndum þingmönnum.  Landið skiptist í 9 sýslur og 45 hreppa.

Trinidad og Tobago er aðili að Sameinuðu þjóðunum (UN), Bandalagi Ameríkuríkja (OAS), Efnahagsbandalagi Karíbaríkja (CCM), Efnahagsbandalagi latnesk-amerískra ríkja (SELA) og Efnahagsbandalagi Evrópu (EB) vegna aðildar að brezka samveldinu.

Íbúarnir.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 1.250.000.  Eyjaskeggjar eru af mjög mismunandi uppruna.  Svartir og múlattar eru 60%, indverjar tæplega 40%.  Minnihlutahópar eru víða að, s.s. frá Austurlöndum nær og fjær og frá Evrópu (Spáni, Portúgal, Hollandi, Frakklandi og Bretlandseyjum).

Ríkistungan er enska en víða eru talaðar ýmsar hindimállýzkur auk kreólsku.

Flestir íbúanna eru rómversk-katólskir en síðan komur hindúatrú, mótmælendatrú, islam og gyðingatrú.  Sumir íbúanna af afrískum uppruna aðhyllast baptistatrú og xango.

U.þ.b. 16% vinnuaflsins er bundið í landbúnaði, rúmlega 30% í iðnaði (þar af helmingur í byggingariðnaði) og rúmlega 50% í þjónustugreinum.  Atvinnuleysi er rúmlega 20% og gætir þess mest meðal ungs fólks, svartra og kvenna.  Fyrrum olli þetta ástand miklum brottflutningi frá landinu.  Á tveimum áratugum, milli 1952 og 1972, fluttust 18.000 manns úr landi, langflestir faglært fólk.

Mesta þéttbýli landsins er í og umhverfis Port-of-Spain - Arima, en þar býr rúmur helmingur íbúanna á 10% heildarrýmis landsins.  Önnur stærsta borg  landsins er San Fernando á sunnanverðri vesturströndinni með 40.000 íbúa.

Miklum fjármunum hefur verið veitt til uppbyggingar heilbrigðis- og menntamála á undan-förnum árum og mikil áherzla hefur verið lögð á að draga úr fólksfjölgun.  Einnig hefur mikið verið unnið að útrýmingu fátækrahverfa í úthverfum Port-of-Spain og byggingu mannsæmandi húsnæðis fyrir þá, sem minnst mega sín.

Í St. Augustin var landbúnaðarháskólanum breytt í vísindastofnun í tengslum við Vestur-Indíuháskólann.

Landbúnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein í landinu.  Á Trinidad er þriðjungur lands nýttur til hins ítrasta á því sviði, einkum á ársetinu milli fjalla.  7% ræktaðs lands er nýtt til ræktunar sykurreyrs en kakó, kaffi og sítrusávextir á 10%.  Umhverfis höfuðborgina ræktar fólk af indverskum uppruna mikið af grænmeti.

Olíuiðnaðurinn er mikilvægasti atvinnuvegurinn, sem stendur undir 50% útflutningsins og 40% af þjóðartekjum.  Olíulindirnar eru á suðurhluta Trinidad og stærstu náttúrulegu biktjörn heims, Pitch Lake (40 ha) eru líka nýttar.  Hin síðari ár hafa líka uppgötvast olíulindir undir landgrunninu fyrir austur- og vestrurströndunum.  Ársframleiðslan hefur verið í nánd við 55 milljónir tunna.  Til að fullnýta afkastagetu olíuhreinsunarstöðvanna þriggja í Pointe-à-Pierre, Brighton og Point Fontin, hafa 100 milljónir tunna af olíu verið fluttar inn frá Venezuela og Mið-Austurlöndum. Unnar olíuvörur eru fluttar til annarra Karíbalanda og Norður-Ameríku.

Meira en helmingur alls vinnuaflsins er bundinn í Port-of-Spain/Arimaþéttbýlinu í framleiðsluiðnaði og þjónustustörfum.  Matvæla-, neyzluvöru- og vefnaðariðnaður er veigamikill þáttur í iðnaðinum þar.  Iðnaður, sem ekki er tengdur vinnslu olíu, hefur átt í stöðugt harðnandi samkeppni við ódýrar iðnaðarvörur frá Suðausur-Asíu.

Ferðaþjónustan er ört vaxandi atvinnugrein, sem byggist mest á fögrum baðströndum og kóralrifjum Tobago.  Trinidad hefur smám orðið þátttakandi með uppbyggingu á afarfallegri norðurströndinni og opnun náttúrugarða, þar sem lögð er áherzla á gróður og dýralíf.  Heildarfjöldi ferðamanna, sem heimsækja Trinidad og Tobago var í nánd við 100 þúsund árið 1989.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM