Moskva V Rússland,
Flag of Russia

MOSKVA I
MOSKVA II
MOSKVA IIIl MOSKVA IV MOSKVA VI

MOSKVA V
RÚSSLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Efnahagslífið   Moskva er mesta iðnaðarsvæði Rússlands. Mikil áherzla er lögð á iðnþróun á höfuðborgarsvæðinu.  Aðaliðnaðarsvæðin eru austan og norðaustantil í og utan borgarinnar í áttina að Volgu á milli Yaroslavl og Nizhny Novgorod (áður Gorky og Hólmgarður).  Iðnvæðingin í Moskvu hefur beinzt og beinist að framleiðslu, sem krefst faglærðs og menntaðs verkafólks, takmarkaðra hráefna og veldur lítilli mengun.  Rúmlega helmingur vinnuafls borgarinnar eru konur, sem eru fjölmennastar í vefnaðar- og matvælaframleiðslunni.  Meirihluti kennara og starfsfólks í heilbrigðiskerfinu er líka konur. Árið 1917, á dögum byltingarinnar, var vefnaðariðnaðurinn yfirgnæfandi en þungaiðnaður er orðinn mikilvægastur og nýtir rúmlega helming vinnuaflsins í iðnaði.  Framleiðsla bifreiða og vörubíla er mikilvæg.  Stærsta bílaverksmiðja borgarinnar er Likhachyov og næst í röðinni er Lenin Komsomol.  Fjöldi verskmiðja innan og utan borgar, sem framleiða bílahluta, er tengdur þessum verksmiðjum.  Kúlu- og rúllulegur eru framleiddar fyrir bílaverksmiðjurnar og aðrar verksmiðjur.  Framleiðsla vélbúnaðar er stór hluti iðnaðarins, s.s. rennibekkir, nákvæmnisskurðtæki og vélar fyrir vefnaðariðnaðinn.

Nákvæmnisiðnaður er velþróaður og mesti vaxtarbroddur iðnaðar í borginni.  Alls konar gæðaframleiðsla er orðin heimskunn, s.s. mælitæki, og í fararbroddi eru verksmiðjurnar Kalibr og Frezer.  Framleiðsla úra og platínumnála, raf- og elektrónískra tækja, fjarskirptatækja, tölvukubba, tolva, kælitækja, ryksuga og rafmótora fer vaxandi.  Tækni á sviði flugs og geimferða fer stöðugt fram.  Einhver þróaðisti iðnaður landsins í málmiðnaði er í Moskvu og nærliggjandi borgum.  Vefnaðariðnaur borgarinnar er enn þá meðal mikilvægustu framleiðslugreinanna og framleiðsla gerviefna er vaxandi.

Efnaiðnaðurinn í borginni hófst á framleiðslu litarefna fyrir textíliðnaðinn.  Þessi grein hefur þróast í þá átt að þjóna verksmiðjum, sem framleiða hjólbarða, málningu, plastvörur, lyf og snyrtivörur.  Margar efnavörur, sem eru notaðar í öðrum iðnaði, eru afleiðing þróunar í olíuiðnaði, sem nýtur nægra hráefna frá olíulindunum á Volga-Úral-svæðunum.

Mikill fjöldi verksmiðja, sem framleiða ýmiss konar neyzluvörur, þjóna markaðnum í Moskvu og nánasta umhverfi.  Mikið er framleitt af matvælum, brauði og kokum, mjólkurvörum og kjötvöru.  Skógerð og píanóframleiðsla er sérgrein borgarinnar.  Timburframleiðslan kemur fram í húsgagnagerð, trjákvoðu- og pappírsgerð og byggingartimbri.  Byggingariðnaðurinn er stór atvinnugrein og mest er byggt úr steinsteypu.  Mikið er framleitt af gleri og múrsteinum.  Prentun og bókaútgáfa blómstra.


Skipulagsáætlun borgarinnar olli flutningi margra verksmiðja út fyrir miðborgina.  Þar var einkum um að ræða verksmiðjur, sem ollu mestri mengun og umhverfisspjöllum.  Samtímis var bygging nýrra verksmiðja bönnuð í borginni en krafan um aukna framleiðslu olli því, að iðnaðarráðuneytið gat ekki staðið gegn uppbyggingunni.  Flutningur verksmiðjanna gekk ekki eins hratt fyrir sig og til stóð.  Gamalgrónar verksmiðjur voru stækkaðar og nýjar byggðar, m.a. Khromotron-verksmiðjurnar, sem framleiða sjónvarpstæki.

Borgin fær raforku víða að.  Orkuverin í borginni eru gasdrifin.  Gasið er leitt í pípum frá olíulindasvæðum í Síberíu og annars staðar.  Miklar gasbirgðastöðvar voru byggðar í nágrenni borgarinnar.  Nokkur vatnsorkuver eru við Volgu og kolaorkuver eru í Konakovo í norðvestri og Kashira í suðri.  Við raforkuframleiðsluna fellur til mikið af heitu vatni, sem er notað til húshitunar.


Viðskipti.  Moskva er mesta viðskiptamiðstöð landsins.  Fjöldi stórfyrirtækja, bæð ríkis- og einkarekin, eiga sér höfuðstöðvar í borginni.  Smásöluverzlunin þjónar ekki einungis borgarbúum, heldur landinu öllu.  Framboðið í verzlununum er geysimikið og þær eru yfirleitt troðfullar af viðskiptavinum en þær þola samt ekki samanburð við verzlanir á Vesturlöndum.  Fólkið stendur enn þá í biðröðum og íbúarnir líta á þennan viðskiptamáta sem sjálfsagðan hlut, þegar þeir vilja komast yfir einhverja fáséða vöru eða matvæli.  Margar verzlananna eru allstórar, s.s. matvöruverzlanir og verzlanamiðstöðvar (univermagy).  Fjölsóttustu verzlanirnar eru Detsky Mir, TsUM, Moskva, GUM (10% af allri verzlun).  Verzlanir eru oftast á jarðhæðum íbúðablokka.  Bændur frá samyrkjubúunum selja eigin framleiðslu á mörkuðum.  Verðlagið á þessum mörkuðum er hærra en í matvælaverzlunum en gæði vörunnar eru meiri.

Veitingastaðir eru óteljandi í borginni, en flestir eru vinnustaðaeldhús.  Árum saman var aðsókn ferðamanna til borgarinnar meiri en hótel og gististaðir gátu annað.  Fyrir Ólympíuleikana 1980 voru byggð ný og stór hótel.  Meðal þeirra eru Cosmos, Inturist og Mezhdunarodnaya I og II í Alþjóðlegu verzlunarmiðstöðinni.

Mynd: Rauða torgið.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM