Senegal,

DAKAR
KAOLACK
St LOUIS
THIÉS
GAMBÍAÁIN
SENEGALFLJÓT
Meira

SENEGAL

Map of Senegal
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Senegal er ríki vestast í hitabelti Afríku, 196.722 km² að flatarmáli.  Norðan- og norðaustan þess er Senegaláin, sem skilur það frá Máritaníu.  Austan landamæranna er Mali, sunnan þeirra eru Guinea-Bissau og Guinea og í vestri er Atlantshafið.  Senegal fékk sjálfstæði 1960 og varð hluti af skammlífu Mali-sambandinu.  Síðan hefur það verið sjálfstætt ríki og mesti framleiðandi jarðhnetna í heimi.  Loftslagið er vel fallið til ræktunar, s.s. hirsis og sykurreyrs. Stjórn efnahagsmála er velskipulögð en henni er beitt á hógværan hátt.  Stuðlað er að þátttöku erlendra fjárfesta í uppbyggingu atvinnulífsins.

Fjárfesting í landinu fylgja skattaívilnanir og heimildir til að ráðstafa hagnaði að vild.  Stjórnir landsins hafa forðast þjóðnýtingaraðferðina og hafa selt mörg fyrirtæki, sem voru ríkisrekin.  Efnahagsstefnan er hliðholl frumkvæði einstaklinga, jafnvel í framleiðslu og sölu jarðhnetna.  Landið er í Frankasambandinu og á því aðgang að fjárhagslegum stuðningi Frakka. Íbúafjöldi landsins 2001 var rúmlega 9 miljónir. Höfuðborg þess er Dakar og opinbert tungumál er franska.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM