Arizona meira Bandaríkin,
Flag of United States

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

ARIZONA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Lake Havasu City er bær, sem var stofnaður 1963 í eyðimörkinni við landamæri Kaliforníu í miðjum vesturhluta fylkisins.  Árið 1968 var Lundúnabrúin, sem var upprunalega byggð 1824-31, keypt í heilu lagi og komið fyrir í bænum.

Organ Pine Cactus-þjóðarminnismerkið er u.þ.b. 50 km suðvestan Ajo við landamæri Mexíkós.  Þetta er u.þ.b. 1336 km² svæði með allt að 6 m háum súlukaktusum (carnegiea gigantean).

Pipe Spring-þjóðarminnismerkið er 23 km suðvestan Fredonia.  Þar byggðu mormónar virki 1869-70 við landamærin að Utah og Kaibab indíánaverndarsvæðið.

Prescott er miðlungsbær, sem var höfuðstaður Arizona 1867 og 1877-1889.  Hús fyrsta landstjórans, byggt 1864, stendur enn þá auk Sharlot-Hall-safnsins.

Sells
-þorpið er stjórnsýslumiðstöð verndarsvæðis papago-indíána 97 km suðvestan Tucson.  Þar eru haldnar miklar villireiðar (rodeo) og markaður í nóvember ár hvert.  *Kitt Peak-stjörnuathugunarstöðin er 51 km austan þess.  Þar er m.a. sólarkíkir, smíðaður 1973, með speglum, sem eru 4 m í þvermál og þar er líka safn.

Sierra Vista er meðalbær í suðausturhluta fylkisins.  Huachucavirkið frá 1877 er nú safn og síðan 1967 setur stjórnar fjarskiptadeildar Bandaríkjahers, USACC.

Tombstone er heilsubótar- og ferðamannaþorp 70 km suðaustan Tucson.  Þar er áhugverður draugabær frá dögum silfuræðisins í kringum 1880 með gömlum húsum, safni, silfurnámu fyrir gesti og grafreit.  Í október ár hvert er Villtavestursýning, sem er kölluð „Helldorado” í heila þrjá daga.

Yuma er bær í frjósömu og heitu héraði við Coloradoána suðvestast í fylkinu við landamæri Mexíkós.  Hernando de Alarcón og spænski Coronado-leiðangurinn fóru um þessar slóðir árið 1540.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM