Indiana meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

INDIANA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landbúnaður:  Sojabaunir, maís, hveiti, hafrar, grænmeti (tómatar), tóbak, alifuglar, svína- og nautgriparækt.  Iðnaður:  Mesti þungaiðnaður BNA, stálverksmiðjur og plötusmíði við suðurenda Michiganvatns og þar að auki olíuhreinsun, elektróník, vélasmíði, húsgögn, samgöngutæki, matvæli og efnaiðnaður.  Jarðefni:  Kol, kalk og jarðolía.

Bloomington er meðalstór borg.  Indianaháskóli.  Monroelónið (45 km²) er 19 km suðaustan borgarinnar.

Columbus er lítil borg, sem státar af byggingum eftir arkitektana Eliel og Eero Saarinen, Harry Weese, I.M. Pei, Kevin Roche o.fl.

Croydon er lítil borg og fyrrum höfuðborg Indiana.  Árið 1863 urðu þar einu átökin í borgarastríðinu í Indiana.  Glerblástur.  Croydon Capitol State minnismerkið (1816; setur landstjórnarinnar 1813-1816 og þinghús fylkisins til 1825; safn núna).

Fort Wayne
er fremur stór iðnaðar- og verzlunarborg í norðausturhluta fylkisins, þar sem áður stóð virki (frá 1764).  Fjöldi safna og ærði menntastofnana.

Evansville
er fremur stór iðnaðar- og verzlunarborg við Ohioána, þar sem talsverður fjöldi afkomenda þýzkra landnema býr.  Þar eru tveir háskólar og listasafn.  Angel Mounds State Memorial er svæði með fjölda indíánahauga 10 km suðaustan miðborgarinnar.

Lafayette er meðalstór iðnaðarborg við Wabashána í landbúnaðarhéraði.  Borgin var nefnd eftir hershöfðingjanum Marquis de Lafayette (stytta eftir Lorado Taft).  Purdue-háskólinn (u.þ.b. 31.000 stúdentar).  Þjóðminjasafn.  Fort Ouiatenon (1717), sem var franskur verzlunarstaður með bjálkahúsi og safni, er 5 km sunnan borgarinnar.  Tippecano-vígvöllurinn frá 1811, þegar Harrison hershöfðingi sigraði shawnee-indíánana, er 11 km norðan borgarinnar.

Jeffersonville
er bær, sem var stofnaður 1802 við Ohioána (skipasmíðar).  Howard Steamboat Museum, gufuskipasafn.

Michigan City er lítil borg á suðurströnd Michiganvatns.  Indiana Dunes National Lakeshore er náttúruverndarsvæði 18 km vestar.

Mounds State Park, 5 km austan Anderson, státar af mörgum forsögulegum moldarhólum.

Muncie er meðalstór borg.  Ball State-háskólinn (u.þ.b.17.500 stúdentar).

Nappanee er lítil borg.  Amish Acres eru 1½ km vestan hennar, þar sem amishfólkið býr aðallega.

New Harmony er lítið þorp, sem Georg Rapp (1757-1847) frá Württemberg stofnaði fyrir sértrúarhóp „harmonista”, fólk, sem trúði á samræmi og samlyndi, árið 1814.  Hópurinn staldraði ekki lengi við og fór þaðan 1825.  Söguleg hús og söfn.  Þaklausa kirkjan, sem var byggð 1959, er eftir Ph. Johnson og höggmyndir eftir J. Lipchitz.

Richmond er lítil iðnaðarborg, sem kvekarar stofnuðu 1806.  Mikið er ræktað af rósum í borginni.

Santa Claus er smáþorp með pósthúsi jólasveinsins og Jólasveinslandi.

Vincennes er sögufrægur bær við Wabashána, sem franskir landnemar stofnuðu 1732.  Hann var höfuðborg Indiana á árunum 1800-13.  Það er gaman að rölta um sögulega hluta bæjarins.

Wyandotte er pínulítið þorp 58 km vestan New Albany.  *Wyandotte-hellarnir eru risastórir og státa af fallegum dropasteinum.  Hægt að ganga u.þ.b. 8 km neðanjarðar.  Skoðunarferð tekur u.þ.b. 2 klst.  Skoðunarferð í Litlu-Wyandotte-hellana tekur u.þ.b. ¾ klst.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM