Minnesota meira Bandaríkin,

ÍBÚARNIR LAND og NÁTTÚRA SAGAN STJÓRNSÝSLA

MINNESOTA
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Duluth er hafnarborg, sem nefnd var eftir franska landnámsmanninum, D. Graysolon Sieru Du Luth, við vesturhorn Efravatns (hluta af Lake Superior) við mynni St. Louisárinnar.  Gott útsýni frá Skyline Park Drive og Engerturninum.  Stór lyftibrú (42 m haf) Aerial Lift Bridge.  Minnesotaháskóli (u.þ.b. 7000 stúdentar).  Þar er Leifs Eiríkssonargarðurinn með styttu af Íslendingnum, sem sigldi yfir hafið til Grænlands 997 og síðan til N.-Ameríku árið 1000.  Hin 241 km langa ökuleið milli Duluth, Grand Marais og Grand Portage (norðaustast í fylkinu, við landamæri Kanada) meðfram vatninu er kölluð *Lake Shore Drive.  Grand Portage National Monument er endurbyggður verzlunarstaður skinnaveiði- og kaupmanna.  Ferja út í Isle-Royale-þjóðgarðinn.

Brainerd
  er lítill bær.  Í Paul Bunyan-miðstöðinni, 1½ km vestar, eru stórar höggmyndir af hinum þjóðsagnakennda skógarhöggsmanni og bláa nautinu hans, Babe.  Lumbertown USA er endurbyggt þorp skógarhöggsmanna frá 19. öld 19 km norðvestan Brainerd (u.þ.b. 30 hús).  Mille Lacs Lake er stórt stöðuvatn 32 km vestan bæjarins.

Hibbing er bær í grennd við stórar, opnar námur í Mesabifjöllum.  Skoðunarverðar námur og námusafn.

Mankato (indíánamál = bláa mold) er bær, þar sem 38 siouxindíánar voru hengdir eftir uppreisn 24. desember 1862.

Minnesota Man Site er 34 km sunnan Detroitvötnin.  Þar fannst 25.000 ára beinagrind Minnesotamannsins.

New Ulm er bær, sem þýskir landnemar stofnuðu 1854 (minnismerki Hermanns kerúska).  Árið 1862 gerðu indíánar stórárás á bæinn (sjá Mankato; Minnismerki verjendanna).

Park Rapids er heilsubótarmiðstöð á stóru vatnasvæði.

*Pipestone National Monument var heilagur í hugum indíána vegna rauða pípusteinsins, sem finnst þar (catlínít = aluminiumsilikat) og var notaður í heilagar reykjarpípur.

Sauk Centre er þorp, þar sem rithöfundurinn Sinclair Lewis ólst upp (íbúðarhús).

St. Cloud er smáborg við Mississippi með fjölda menntaskóla og skrautgarða.  Powder Ridge skíðasvæðið er 26 km suðvestan hennar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM