Angóla meira,
Flag of Angola

ÍBÚARNIR
NÁTTÚRAN
STJÓRNSÝSLA
SAGAN
HEILBRIGĐISMÁL
TÖLFRĆĐI
MENNING
MENNTUN

ANGOLA
MEIRA

Map of Angola
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁĐ og RĆĐISMENN

 

Landiđ hćkkar snögglega í ţrepum upp frá strandlengjunni í hrjúft hálendi, sem hallar síđan niđur á meginlandiđ.  Strandsléttan er misbreiđ, 206 km sunnan Luanda og 25 km á Benguela-svćđinu.  Bié-sléttan austan Benguela er ferhyrningslöguđ í meira ein 1500 m hćđ yfir sjó og teygist upp í rúmlega 2800 m ţar sem hćst ber.  Hún nćr yfir u.ţ.b. 10% landsins.  Malanje-hálendiđ í miđnorđurhlutanum er minna ađ flatarmáli en hallar bratt upp í rúmlega 2500 m yfir sjó.  Austurhásléttan, sem er nćstum einkennalaus í landslagi og ţekur tvo ţriđjunga landsins, lćkkar smám saman um 500-1000 m ađ austurlandamćrunum.

Lunda-vatnaskilin beina ánum til suđurs og norđurs.  Í norđvesturhlutanum renna ár (Kwango) til Kongófljótsins, sem myndar landamćrin ađ Kongó (Kinshasa) síđustu tćplega 150 kílómetrana.  Stćrsta fljót landsins, Kwanza (1025 km langt) fćr vatn af miđhásléttunni.  Ţađ rennur fyrst tćplega 500 km til norđurs áđur en ţađ sveigir til vesturs milli Malanje-hálendisins og Bié-sléttunnar og hverfur í Atlantshafiđ 60 km sunnan Luanda.  Vatnasviđ Kunene-árinnar er í suđurhlutanum.  Hún rennur til suđurs og síđan vesturs, ţar sem hún myndar Ruacana-fossana og ţađan til sjávar liggja landamćrin ađ Namibíu um hana.  Nokkrar ár í suđaustan hásléttunnar renna til Zambezifljótsins.  Ađrar ár í ţessum landshluta renna til Okavango-mýranna í Botswana.  Litlar ár í suđurhlutanum renna til Etosha-svćđisins í Namibíu og ađrar, sem eru stundum árstíđabundnar, renna niđur brattar vesturhliđar hálendisbrekkunnar.

Hitabeltisloftslag samfara ţurrkatímum ríkir í landinu.  Úrkomubelti (ITCZ = Intertropical Convergence Zone), sem fćrist til innan hitabeltisins, hefur mest áhrif.  Ţessi áhrif eru mest í norđurhluta ţess og ţá helzt í nánd viđ Benguela-strauminn.  Maiombe-frumskógurinn norđan Cambinda-svćđisins er úrkomumest (1800 mm á ári) og Huambo á Bié-hásléttunni (1436 mm).  Luanda á ţurrviđrasamri strandlengjunni er neđarlega í röđinni međ ađeins 330 mm á ári og enn sunnar er úrkoman ađeins 260 mm.  Regntíminn er á tímabilinu september til maí í norđurhlutanum og í desember til marz í suđurhlutanum.  Hitastigiđ er mun stöđugra en úrkoman og lćkkar lítiđ eitt eftir ţví, sem dregur fjćr miđbaug og međ aukinni hćđ yfir sjó. Međalárshiti í Soya viđ ósa Kongófljótsins er 26°C en in Huambo á Bié-hásléttunni 19°C.

 TIL BAKA           Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM