| 
           
        
        Landið
        hækkar snögglega í þrepum upp frá strandlengjunni í hrjúft hálendi,
        sem hallar síðan niður á meginlandið. 
        Strandsléttan er misbreið, 206 km sunnan Luanda og 25 km á
        Benguela-svæðinu.  Bié-sléttan
        austan Benguela er ferhyrningslöguð í meira ein 1500 m hæð yfir sjó
        og teygist upp í rúmlega 2800 m þar sem hæst ber. 
        Hún nær yfir u.þ.b. 10% landsins. 
        Malanje-hálendið í miðnorðurhlutanum er minna að flatarmáli
        en hallar bratt upp í rúmlega 2500 m yfir sjó. 
        Austurhásléttan, sem er næstum einkennalaus í landslagi og þekur 
                    tvo þriðjunga landsins, lækkar smám saman um 500-1000 m að 
          austurlandamærunum. 
           
          
          
        
        Lunda-vatnaskilin
        beina ánum til suðurs og norðurs. 
        Í norðvesturhlutanum renna ár (Kwango) til Kongófljótsins,
        sem myndar landamærin að Kongó (Kinshasa) síðustu tæplega 150
        kílómetrana. 
        Stærsta fljót landsins, Kwanza (1025 km langt) fær vatn af
        miðhásléttunni. 
        Það rennur fyrst tæplega 500 km til norðurs áður en það
        sveigir til vesturs milli Malanje-hálendisins og Bié-sléttunnar og
        hverfur í Atlantshafið 60 km sunnan Luanda. 
        Vatnasvið Kunene-árinnar er í suðurhlutanum. 
        Hún rennur til suðurs og síðan vesturs, þar sem hún myndar
        Ruacana-fossana og þaðan til sjávar liggja landamærin að Namibíu
        um hana. 
        Nokkrar ár í suðaustan hásléttunnar renna til
        Zambezifljótsins. 
        Aðrar ár í þessum landshluta renna til Okavango-mýranna í
        Botswana. 
        Litlar ár í suðurhlutanum renna til Etosha-svæðisins í
        Namibíu og aðrar, sem eru stundum árstíðabundnar, renna niður
        brattar vesturhliðar hálendisbrekkunnar. 
           
          
        
        
        Hitabeltisloftslag
        samfara þurrkatímum ríkir í landinu. 
        Úrkomubelti (ITCZ = Intertropical Convergence Zone), sem færist
        til innan hitabeltisins, hefur mest áhrif. 
        Þessi áhrif eru mest í norðurhluta þess og þá
        helzt í nánd við Benguela-strauminn. 
        Maiombe-frumskógurinn norðan Cambinda-svæðisins er úrkomumest
        (1800 mm á ári) og Huambo á Bié-hásléttunni (1436 mm). 
        Luanda á þurrviðrasamri strandlengjunni er neðarlega í röðinni
        með aðeins 330 mm á ári og enn sunnar er úrkoman aðeins 260 mm. 
        Regntíminn er á tímabilinu september til maí í norðurhlutanum
        og í desember til marz í suðurhlutanum. 
        Hitastigið er mun stöðugra en úrkoman og lækkar lítið eitt
        eftir því, sem dregur fjær miðbaug og með aukinni hæð yfir sjó.
        Meðalárshiti í Soya við ósa Kongófljótsins er 26°C en in Huambo
        á Bié-hásléttunni 19°C.  |