Túnis,
Flag of Tunisia

      Meira

TÚNIS

Map of Tunisia
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Túnis heitir á tungu heimamanna Al-Jumhuriyah at-Tunisiyah.  Það er í Norður-Afríku við Miðjarðarhaf, milli Líbíu í suðaustri og Alsír í vestri.  Heildarflatarmál landsins er 164.150 km² og höfuðborgin er Túnis. Strandlengja landsins er rúmlega 1300 km löng og það er í laginu eins og skipsstefni, sem stingst inn í norðurströnd Norður-Afríku.  Landamærin við nágrannaríkin eru víðast óglögg, einkum vegna skorts á skýrum landslagseinkennum og hafa aðallega myndast í tímans rás.  Línur landslagsins eru mjúkar og ávalar.

Dorsalfjöllin með suðvestur-norðausturstefnu eru framhald Atlasfjalla í Alsír og teygjast í átt til Bon-skagans í norðaustri, sunnan Túnisflóa.  Hæsta fjallið, ash-Sha’nabi (Djebel Chambi) um miðbik landamæranna að Alsír, er 1544 m hátt en Zaghwan (Djebel Zaghouan) 50 km suðvestan Túnis, er 1295 m hátt.  Milli kalksteinstindanna og fjallanna í Norður-Tell og Mogod (Medjerda)-árdalsins rísa sandsteinshryggir Kroumiriefjalla í norðvestri í allt að 900 m hæð.

Þessi árdalur var fyrrum eitt kornforðabúra Rómar og er enn þá mikilvægt ræktunarsvæði.  Sunnan túnísku Dorsalfjallanna er hæðótt land, sem er kallað Háu steppurnar í vestri og Lágu steppurnar í austri.  Þær liggja í 180-460 m yfir sjó og eru klofar af þverhryggjum, sem hafa norður-suður stefnu.  Sunnar er klasi saltra stöðuvatna (chott) í lægðum.  Stórar sléttur liggja að austurströndinni.  Sunnan Susah er As-Shahil-sléttan og sunnan Qabis er Al-Jifarah-sléttan.  Allrasyðst er aðallega sandeyðimörk, sem tilheyrir að mestu Stóra austur-Erg-svæðinu.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM