Minnesota Bandaríkin,
Flag of United States

RIGNINGARVATN

SKÓGARVATN

MINNEAPOLIS BLOOMINGTON
DULUTH
ROCHESTER
St PAUL
Meira

MINNESOTA (MN)
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nafn fylkisins er úr indíánamáli og þýðir „Himinbláa vatnið” og gælunöfnin eru „Gopher State” (Jarðíkornafylkið) og „North Star State” (Norðurstjörnufylkið).  Flatarmálið er 217.643 km² (12. stærsta fylki BNA.  Íbúafjöldinn 1997 var rúmlega 4 milljónir (1% negrar).  Minnesota varð 32. fylki BNA 1858.

Höfuðborgin er St. Paul og meðal annarra borga eru Minneapolis og Duluth.  St. Paul og Minneapolis eru gjarnan kallaðar Tvíburaborgirnar (Twin Cities).

Iðnaður:  Vélasmíði, efnaiðnaður, pappír, landbúnaður (þurrmjólk, ostar og kjötniðursuða).

Landbúnaður:  Smjör og ostar, mjólkurkýr, kalkúnar, hveiti, sykurrófur og kartöflur.

Mikil skógrækt og skógarhögg, m.a. jólatré.

Jarðefni:  Járngrýti (rúmlega helmingur innanlandsþarfa BNA).

Ferðaþjónusta (vatnaíþróttir, veiðar, skotveiðar og vetraríþróttir).

Voyageurs National Park.  Alexandría er ferðaþjónustuþorp á vatnasvæði.  Í Rúnasteinasafninu er umdeildur granítsteinn, líklega frá 1362, með meitluðum áletrunum.  Hann fannst árið 1898 og margir eru þeirrar skoðunar, að hann færi sönnur á landafundi Kólumbusar.

Bemidji er heilsubótarbær, bæði vetur og sumar.  Þar er stórt minnismerki um Paul Bunyan og bláa nautið hans, Babe.  Verndarsvæði indíána við stóra stöðuvatnað, Red Lake, er 56 km norðar.

Ely er þorp með Voyageur Visitor Centre (safn) í miðjum skóginum Superior National Forest (stöðuvötn og bátsferðir).

Grand Rapids er heilsubótarbær við efri hluta Mississippi (vatnaíþróttir og skíðastaður).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM