Írak,
Flag of Iraq

    Meira

ÍRAK

Map of Iraq
.

.

Utanríkisrnt.

Fyrrum var Írak kallað Mesópótamía (gríska: Landið milli ánna).  Hluti þessa stóra lands liggur milli ánna Tígris og Efrat.  Svæðin meðfram þeim eru frjósöm og eru oft kölluð vagga siðmenningarinnar.  Saga þeirra nær allt að 5000 ár aftur í timann.  Írak er meðal mestu olíuríkja heims.  Landamæri þess liggja að Tyrklandi í norðri, Íran í austri, Persaflóa í suðaustri, Kúvæt og Sádi-Arabíu í suðri og Jórdan og Sýrlandi í vestri.  Heildarfrlatarmálið er 437.522 km².  Zab-fljótið kemur upp í Tyrklandi og sameinast Tígris 48 km suðaustan Mosul.

Landið er fremur láglent og er sjaldnast hærra en 330 m yfir sjó.  Hæðirnar í norðausturhlutanum hækka upp að Zagros-fjalla, sem standa meðfram írönsku landamærunum og eru allt að 3658 m há við Rawanduz.  Í suður- og suðvesturhlutunum eru eyðimerkur, sem landið deilir með Kúveit, Sádi-Arabíu og Jórdan.  Hluti af Sýrlenzku eyðimörkinni teygist inn í landið norðvestanvert.  Við Shatt al Arab-vatnaleiðina, árósa Tígris og Efrats, neðan Qurna, er mikið mýrlendi.  Þar vex talsvert af pálmum og sefbreiður eru miklar.  Loftslagið í landinu er mjög misjafnt eftir svæðum.

.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM