Venesúela,
Flag of Venezuela

Meira

VENESÚELA

Map of Venezuela
.

.

Utanríkisrnt.

Venesúela er ríki nyrzt á meginlandi Suður-ameríku, 912.050 km² að flatarmáli og er nokkurn veginn þríhyrningslagað.  Norðan þess er Karíbahafið og Atlantshafið, Guyana að austan, Brasilía að sunnan og Kólumbía að suðvestan og vestan.  Höfuðborgin er Caracas, aðalmiðstöð iðnaðar, veiðskipta, menntunar og ferðaþjónustu.  Íbúafjöldi borgarinnar rúmlega sexfaldaðist frá 1950-80, sem lýsir bezt, hve flóttinn úr dreifbýlinu er mikill.

Margar eyjar í Karíbahafi tilheyra landinu, s.s. Los Roques, Tortuga og La Blanquilla.  Landið hefur átt í landamæradeilum við Guyana frá 1840 vegna landsvæðis vestan Essequibo-árinnar.  Venesúelar telja sig eiga þar tilkall til rúmlega 137.000 km² lands.  Deilur við Kólumbíumenn vegna yfirráða á hafssvæðum landanna hafa líka staðið lengi.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM