Arizona BNA USA,
Flag of United States

MIKLAGLJÚFUR

STEINRUNNI SKÓGURINN

MÁLAÐA EYÐIMÖRKIN

KÓLORADÓ
HÁSLÉTTAN

FÖNIX MESA TEMPE
TUSCON
Meira

ARIZONA (AZ)


Chiricahua þjóðgarðurinn.
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Arizona er úr indíánamáli, arizonac, sem þýðir „Land litlu ánna” og gælunafnið er „Grand Canyon State” (Stóragljúfursfylkið).  Flatarmál þess er 294.899 km² (6. stærsta fylki BNA).  Hæsti tindur þess er Humphrey’s Peak, 3850 m.  Íbúafjöldi 1997 var u.þ.b. 2,8 milljónir (3% negrar).

Höfuðborgin er Phoenix og næststærsta borgin er Tucson.
Arizona varð 48. og síðasta fylki BNA á meginlandinu árið 1912.
Landbúnaður:  Baðmull, hveiti, bygg, ávextir, nautgripa- og sauðfjárrækt.  Vatnsorkuver.

Iðnaður:  Koparver, vélasmíði, matvæli, rafeindaiðnaður, flugvéla- og geimflaugasmíði.

Herstöðvar flughersins.

Jarðefni:  Kopar (½ birgðir BNA), silfur, gull, molybden, úraníum og vikur.  Ferðaþjónustan er mikilvægur atvinnuvegur (stórkostlegt landslag Miklagljúfurs, Monument Valley, Petrified Forest, verndarsvæði indíána með gömlum híbýlum þeirra o.s.frv.

Miklagljúfur (Grand Canyon-þjóðgarðurinn), 

Petrified Forest
-þjóðgarðurinn (Steinrunni skógurinn) og 

Navajoland.

Chiricahua-þjóðarminnismerkið er 58 km suðaustan Willcox, nálægt landamærunum að Nýja-Mexíkó.  Þar var fyrrum veiðisvæði apache-indíána í geysifögru klettalandslagi (upplýsingamiðstöð).

Globe er smánámubær (kopar).  Hellabústaðir salado-indíána á tímabilinu 1225-1400 (Besh-ba-Gowah-rústirnar) eru 2½ km sunnan hans.  Saltá, sem rennur til Rooseveltvatns og Apachevatns (bátsferðir og veiði), er 53 km norðvestan bæjarins við Apache-leiðina.  Skammt sunnar er *Tonto-þjóðarminnismerkið, þar sem salado-indíánar bjuggu í hellum á 13. öld (upplýsingamiðstöð og safn).

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM