London,,
[Flag of the United Kingdom]

Knattspyrna
 Arsenal
Tottenham
Chelsea

Saga Lundúna Samgöngur Þinghúsið
Brezka þingið
Verzlun-iðnaður

LONDON
ENGLAND
.

.

Utanríkisrnt.

 

London er höfuðborg konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands (Höfuðborgir einstakra landshluta:  Wales = Cardiff, N.-Írlands = Belfast og Skotlands = Edinborg).  Ermasundseyjar og eyjan Mön heyra beint undir brezku krúnuna.  Lega borgarinnar:  Greenwich er viðmiðun 0-lengdarbaugsins en þessi bær er á 50°31'N.

Í Ragnars sögu loðbrókar segir hvernig Ívar beinlausi stofnaði Lundúnaborg.  Hann þáði af Ellu, konungi, í föðurbætur svo mikið land, sem ein uxahúð náði yfir.  „Nú fær ívar sér öldungshúð eina og  nú lætur hann hana bleyta og þrisvar lætur hann hana þenja.  Nú lætur hann rista hana sem mjóst alla í sundur og þá lætur hann renna sér hvort, háram eða holdrosu.  Og er þessu var lokið, var þvengur sjá svo langur  að furða var að og engum kom í hug, að svo mætti verða. Og þá lætur hann breiða á einum velli, en það var svo vítt land, að það var mikil borgarvídd, og þar fyrir utan lætur hann marka grundvöll, sem  til mikilla borgarveggja.  Og þá fær hann sér smiði marga og lætur reisa hús mörg á þeim velli og þar lætur hann gera borg eina mikla og er sú kölluð Lundúnaborg”.

Hinn upprunalegi kjarni London, The City, er aðeins 2,6 km².  Þar búa u.þ.b. 5000 manns en rúmlega hálf milljón vinnur þar.  Lundúnahérað nær yfir 303 km² og þar búa u.þ.b. 3,2 milljónir.  Stór-London nær yfir greifadæmið London frá 1888, sem varð að borgarlandi með lögum frá 1963,  greifadæmið Middlesex og hluta aðliggjandi greifadæma:  Surrey, Essex, Kent og Hertford.  Stór-London er 1579 km² og íbúafjöldinn er u.þ.b. 7 milljónir.  Innan 100 km radíuss frá miðju borgarinnar búa nálægt 13 milljónir manna.

Borginni er skipt í sjálfstjórnarhverfið City og 32 önnur hverfi (boroughs).  City, ásamt 12 öðrum hverfum, myndar miðborgina (Inner London Boroughs):  Camden, Greenwich, Hackney, Hammersmith, Islington, Kensingston, Chelsea, Lambeth, Lewisham, Southwark, Tower Hamlets, Wandsworth og Westminster.  Hin hverfin heita:  Barking, Barnet, Bexley, Brent, Bromley, Croydon, Ealing, Enfield, haringey, Harrow, Havering, Hillingdon, Hounslow, Kingston-upon-Thames, Merton, Newham, Redbridge, Richmond-upon-Thames, Sutton, Waltham Forest.

Aðalborgarstjórinn í London (Lord mayor) stýrir jafnframt borgarráði City.  Í borgarráði allrar borgarinnar eru 149 fulltrúar, sem eru kosnir árlega, og 26 öldungar, sem sitja ævilangt og jafnframt hinir svonefndu Verndarar borgarinnar.  Tveir lögreglustjórar eru kosnir árlega.  Borgarráðið kemur saman í Guildhall og aðalborgarstjórinn situr í Mansion House.  Í borgarráði Stór-London eru 100 kjörnir fulltrúar og 16 öldungar.

Embætti aðalborgarstjóra hefur verið til frá 1192.  Hann hefur ætíð verið úr City, því að 'yrirtækin (Companies) þar velja hann og lögreglustjórana til eins árs í senn.  Þessi 'fyrirtæki' eiga rætur sínar að rekja til iðngilda miðalda og hefðbundinna búninga þeirra (Liveries).  Meðal þeirra voru silki- og fiskkaupmenn, gullsmiðir, smávörukaupmenn o.fl.  Hin upprunalegu félög eða gildi, sem lutu ströngum reglum um menntun lærlinga og gæði, eru nú velgerðarfélög, sem hafa enn þá mikil áhrif á stjórn City of London.  Gullsmiðir, fisk- og vínkaupmenn halda enn þá í gamlar hefðir og gildi lyfsala gegnir nú hlutverki prófdómara.

Samkvæmt Ragnars sögu loðbrókar stofnaði Ívar beinlausi Lundúnaborg, þegar hann þáði föðurbætur af Ellu konungi.  Hann skyldi fá svo mikið land, sem ein uxahúð næði yfir.  „Nú fær Ívar sér öldungshúð eina og nú lætur hann hana bleyta og þrisvar lætur hann hana þenja.  Nú lætur hann rista hana sem mjóst alla í sundur og þá lætur hann renna sér hvort, háram eða holrosu.  Og er þessu var lokið, var þvengur sjá svo langur, að furða var að og engum kom í hug að svo mætti verða.  Og þá lætur hann breiða á einum velli, en það var svo vítt land, að það var mikil borgarvídd og þar fyrir utan lætur hann marka grundvöll, sem til mikilla borgarveggja.  Og þá fær hann sér smiði marga og lætur reisa hús mörg á þeim velli og þar lætur hann gera borg eina mikla og sú kölluð Lundúnaborg.”

Áhugaverðir staðir í stafrófsröð:
A
- B - C - D - E - F - G - H - J - K - L

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM