Miðausturlönd,

MONSÚN
MISSERISVINDAR

KROSSFERÐIR og ISLAM   ARABALÖND  og ISLAM

MIÐAUSTURLÖND
KYNNIST ÖÐRUM MENNINGARHEIMUM!
.

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.


Tollfríðindi ferðamanna

Venjulega nær þetta nafn yfir löndin meðfram suður- og austurströndum Miðjarðarhafsins, allt frá Marokkó og niður Arabíuskagann og stundum lengra til austurs.  Það er þó aðallega miðhluti þessa svæðis, sem tengist þessum inngangi og Afríkulöndin eru látin fylgja sinni álfu.  Landfræðingar og sagnfræðingar skiptu Austurlöndum gjarnan í þrjá hluta, Austurlönd nær (löndin næst Evrópu frá Miðjarðarhafi að Persaflóa), Miðausturlönd (frá Persaflóa að Suðaustur-Asíu) og Austurlönd fjær (löndin, sem liggja að Kyrrahafi). Í heimsstyrjöldinni síðari breyttist þessi skilgreining, þegar nafnið Miðausturlönd færðist yfir brezk áhrifasvæði, sem stjórnað var frá Egyptalandi. Innan þessa svæðis voru Tyrkland, Kýpur, Sýrland, Líbanon, Írak, Íran, Palestína (nú Ísrael), Jórdan, Egyptaland, Súdan Líbýa og Arabíuskaginn, sem skiptist síðar í Sádíarabíu, Kúveit, Jemen, Óman, Barein, Qatar og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Síðari tíma þróun hefur innifalið Túnis, Alsír og Marokkó vegna margra þátta, sem þessi lönd eiga sameininlega með arabalöndunum, s.s. trú, siði og stefnu í utanríkismálum.  Margir vilja færa skilgreininguna lengra í austur, yfir Afganistan og Pakistan, því að þessi lönd eiga líka margt sameiginlegt með arabalöndunum.

Það kemur fyrir, að Grikkland er talið meðal þessara landa vegna fyrrum yfirráða Ottomana í landinu og uppreisn Grikkja gegn þeim 1821.  Það sést á framansögðu, að skilgreiningin á Miðausturlöndum er teygjanleg en skilgreiningin á þessum síðum er bæði einföld og auðskiljanleg.
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM