Asía Asíulönd,

MONSÚN
MISSERISVINDAR

youthhostels-hn.gif (1418 bytes)
Farfuglaheimili erlendis

Tollfríðindi ferðamanna

    Hvað er klukkan?
Leit í Britannica

.

Ferðavísir Allt um Ísland


Utanríkisrnt.

 

Í fornöld nefndu sæfarar við austanvert Miðjarðarhaf meginlandið í austri „Assu”, sem þýðir aftanlandið og löndin í vestri „Ereb” morgunlandið.  Samkvæmt núgildandi skilgreiningu teygist þetta meginland milli Úralfjalla, Bosporus og Súesskurðar í vestri og Kyrrahafsins í austri.  Eyjarnar fyrir Kyrrahafsströndinni, allt suður til Ástralíu eru meðtaldar.  Mörkin í austri eru óljós á köflum en hægt er að ramma þetta heimssvæði innan 26°4’A og 169°44’V – 77°34’N og 12°S.  Þar með er Asía stærst allra heimsálfa eða nærri 30% þurrlendis jarðar.  Þessu svæði er síðan skipt í mörg minni svæði, Austur-Asíu, Suður-Asíu, Suðaustur-Asíu, Há-Asíu og

Austur-Asíu, þótt þessi skipting sé ekki einhlít.  Þarna býr nærri helmingur jarðarbúa og elztu heimildir um menningarsamfélög eru þaðan.  Allar landslagsgerðir, sem finnast á jarðkúlunni,  er að finna í þessari heimsálfu.  Þéttbýlustu svæðin eru, líkt og annars staðar á jörðunni, láglendin, sem eru vel fallin til landbúnaðar og borgir, bæði innanlands og við sjávarsíðuna.

Hæstu fjöll jarðar (8848m) eru í fjallarisanum Himalæja á sunnanverðu meginlandinu og þar býr líka fólk, þótt strjálbýlt sé.  Meðal stærstu eyðimarka jarðar eru á hásléttum meginlandsins og veðurlag er eins mismunandi og hugsast getur á svona stóru landsvæði.  Þar af leiðandi er gróðurfar eins fjölbreytt og annars staðar í heiminum milli miðbaugs og póla.  Fólkið, sem býr í Asíu er af mismunandi uppruna, ljóst á hörund, gult og dökkt og talar aragrúa tungumála.  Dýralífið er líka mjög fjölbreytt eins og stærð og veðurfar álfunnar gefur tilefni til
.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM